fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Lögregla varar fólk við: „Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. október 2025 07:25

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á svikaherferð í gegnum vefpóst sem hefur verið áberandi að undanförnu.

Fjallað var um þetta á vef netöryggissveitarinnar CERT-IS en þar kemur fram að víðtækar vefveiðar séu í gangi núna þar sem markmið ógnaraðila er að komast inn á pósthólf viðtakanda.

„Ógnaraðilar senda í kjölfarið pósta frá pósthólfi brotaþola sem gerir það að verkum að líklegra er að annar viðtakandi falli fyrir póstinum. Vitað er til þess að margir hafi fallið fyrir vefveiðum og er því ógrynni af svikapóstum að berast víðsvegar frá,“ segir í tilkynningu lögreglu. Þar segir enn fremur:

„Við viljum biðja alla um að vera vel á verði næstu daga og láta sína tölvudeild vita (verið er að herja á starfsmannaaðganga) um leið og grunur leikur á því að einhver hafi fallið fyrir vefveiðunum. Frekari upplýsingar um vefveiðarnar eru að finna í frétt á vefsíðu CERT-IS.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni

Þúsundir skólabarna heimsóttu kirkjur á aðventunni
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn