fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. október 2025 20:30

Mæðginin Axel og Katrín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Jósefsson Zarioh lést í sjóslysi í Vopnafirði 18. maí 2020, átta dögum fyrir tvítugsafmæli sitt. Axel var háseti í sínum fyrsta túr á bát sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land og var leitað að honum í viku. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl 2021, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð og staðfest var að um Axel væri að ræða.

Foreldrar hans, Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir og Jósef Zarioh, telja Brim ábyrgt fyrir andláti sonar síns og hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan. Hafa þau margt að athuga við aðdraganda þess að hann lést.

Þau hafa tapað málinu fyrir héraðsdómi og Landsrétti, en eins og Katrín sagði í viðtali við Vísi í vikunni ætla þau með málið alla leið.

Söfnun er hafin fyrir foreldrana fyrir málarekstrinum, en eins og Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir, systir Katrínar, rekur þá situr systir hennar uppi með háan lögfræðikostnað. Reikningur er hér neðst í fréttinni.

„Hafið gefur og hafið tekur svo er víst og hefur fjölskyldan mín fengið að finna fyrir því Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur svo er víst og hefur fjölskyldan mín líka fundið fyrir því. Það eru yfir fimm ár síðan hann elsku Frændi minn Axel Jósefsson Zarioh kvaddi þennan heim í sjóslysi á Vopnafirði þann örlagaríka dag 18. maí 2020.

Margt hefði betur mátt fara í þeirri sjóför og farið var með þá hluti fyrir rétt hjá dómskerfinu. Því miður voru mikilvæg sönnunargögn ekki lengur til staðar þar, sem báturinn sem Axel var á brenndist til kaldra kola ári eftir slysið.“

Guðrún Lára segir það stinga mest að systir sín fékk gjafsókn fyrir héraðsdómi en ekki fyrir Landsrétti.

„Svona dómsmál telja milljónum og ekki hefur systir mín þær fjárhæðir milli handanna. Vildi ég því setja af stað styrktarsöfnun fyrir hana til þess eins að borga það sem hún skuldar núna réttarkerfinu og lögfræðingi sínum. Vildi einnig benda á að ef styrktarfjárhæðin færi yfir kostnaðinn sem hún þarf að borga myndi sá peningur fara til björgunarsveitanna.“

Guðrún Lára og Axel, systursonur hennar. Mynd: Facebook.

Tók þátt í leitinni að Axel og kynntist leitarfólkinu

Guðrún Lára fór til Vopnafjarðar daginn eftir að Axel hvarf/fórst í sjónum. Segir hún halda að allir bæjarbúar hafi tekið þátt í leitinni ásamt björgunarsveitum.

„Konur bæjarins breyttu samkomuhúsinu í mathús fyrir björgunarsveitirnar, svo örkuðu þær fjörurnar og fjöllin til skiptis báðu megin við fjörðinn. Menn bæjarins slógust í för með björgunarsveitunum og skipulögðum göngum kvennanna. Björgunarsveitirnar komu frá Akureyri, Kópaskeri og víða annars staðar frá og héldu takti saman í leitinni. Ég kynntist þessu fólki.

Þau fóru með mig fjörurnar, gáfu mér fatnað þar sem ég hafði farið án þess að taka nokkurn skapaðan hlut með mér og stóðu með mér klukkutímum saman á björgunarbátunum Sveinbirni Sveinssyni að horfa á bárurnar brotna. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til þessa fólks og er ótrúlega fallegt og ómetanlegt hvað fólk getur gert fyrir annað fólk þegar á reynir.“

Þeir sem tök hafa á geta lagt inn á neðangreindan reikning sem er á nafni og kennitölu Katrínar Sjafnar. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.
0123-26-105151
090381-5479

Þessi gullheima kona hún gaf mér föt þar sem ég fór ekki með neitt með mér nema það sem ég var í. Fékk reyndar fatnað af Axeli sem mamma hans hafði sent honum og leitaði því af honum í hans fatnaði líka. Svo gekk hún með mér fjörurnar ásamt fleiri konum bæjarins.
„Þessi fór með mig hinu megin við fjörðinn að leita að frænda mínum þar við fjörurnar. Hún var svo líka með mér á björgunarbátnum Sveinbirni Sveinsyni í marga klukkutíma og daga ásamt fleiri heimamönnum að horfa á bárurnar brotna í vonlausri leit í rauninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Í gær

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka
Fréttir
Í gær

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“

Kolbrún biður fólk um að vera vakandi fyrir svikum – „Helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri“
Fréttir
Í gær

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“

Fasteignasali segir markaðinn búinn að vera í frosti – „Það er enginn að mæta á opin hús“
Fréttir
Í gær

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix

Anna lofar Felix og Klöru – Rifjar upp kynni við ónafngreindan tollvörð sem hún segir fyrirmynd Felix