fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Fannst látinn á hótelherbergi sínu á Benidorm – Ætlaði með föður sínum og vinum á leik um kvöldið

433
Miðvikudaginn 22. október 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur vottað aðstandendum samúð sína eftir að einn af stuðningsmönnum félagsins, Guy Bradshaw, lést skyndilega á Spáni fyrr í vikunni.

Bradshaw, sem var 35 ára gamall og frá Manchester, var staddur á Benidorm með vinum sínum til að fylgja liðinu í Meistaradeildarleik gegn Villarreal á þriðjudagskvöld. Hann fannst látinn í rúmi sínu á gististaðnum á aðfaranótt leikdags.

„Við erum mjög sorgmædd vegna andláts Guy Bradshaw, City-stuðningsmanns sem lést á Spáni fyrir leikinn gegn Villarreal í gærkvöldi. Allir hjá félaginu senda fjölskyldu hans, vinum innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Manchester City.

Guy hafði nokkrum klukkustundum áður birt myndband á Facebook þar sem hann sést með Campbell Hatton, syni hnefaleikakappans Ricky Hatton. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp, en fjölskyldan segir að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.

Faðir hans, Martin Bradshaw, var á leið til Spánar til að hitta son sinn á leiknum. City aðstoðar fjölskylduna við að koma líkamsleifum Guy aftur til Bretlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni

Svona var staðan á Akureyri að morgni leikdags í Evrópukeppni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra

17 ára gamall Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Stórliðin flest með sigra
433Sport
Í gær

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Í gær

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka