fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. október 2025 21:30

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi tungumálakennari í Manchester á Englandi, hin 49 ára gamla Rebecca Whitehurst, hefur verið svipt starfsleyfi vegna brota í starfi sem fólust í óviðeigandi sambandi hennar við 15 ára gamlan pilt sem var nemandi hennar.

Rebecca hafði áður verið hreinsuð fyrir dómi af ákæru um kynferðislergt samband við nemandann, það var árið 2022. Dómur í Manchester komst þá að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði falsað WhatsApp skilaboð og logið til um kynlíf með kennaranum.

En núna, þremur árum síðar, hefur Whitehurst verið svipt starfsleyfi af opinberri siðanefnd kennara fyrir samskipti sín við piltinn.

Var það niðurstaða nefndarinanr að þó að framganga kennarans í upphafi samskiptanna við piltinn hefði verið saklaus og ekki illa meint þá hafi hún gerst sek um alvarlegan, faglegan dómgreindarbrest.

Nefndin skoðaði þúsundir blaðsíðna af skilaboðum sem fóru á milli kennarans og nemandans og komst að því að kennarinn hafði gefið nemandanum upp símanúmerið sitt, hitt hann utan skóla, þegið gjafir frá honum, móttekið djarfa mynd af honum og einu sinni fengið sendar klámfengnar myndir frá honum.

Í úrskurðinum segir að tónninn í skilaboðunum hafi gefið til kynna djúpt samband á milli þeirra tveggja sem væri algjörlega óviðeigandi milli kennara og nemanda.

Þessi samskipti áttu sér stað í ágústmánuði árið 2019 en í september það ár greindi Whithurst stjórnendum skólans frá því að hún hafi átt í samskiptum við umræddan nemanda símleiðis og í gegnum samfélagsmiðla. Hún sagðist hafa fengið símanúmerið hans í skólaferð og greindi frá því að hann hefði sent henni óviðeigandi/ósiðlegar myndir af sjálfum sér. Hún sagðist hafa hitt hann utan skólans alls átta sinnum.

Whitehurst og nemandinn áttu í skilaboðaspjalli í þrjá daga í ágústmánuði 2019 og þar lýsti hann m.a. sjálfsvígshugsunum. Hún tilkynnti ekki þau skilaboð til skólans eða annarra viðeigandi aðila.

Bannið sem siðanefndin setti Whitehurst í er varanlegt og má hún ekki koma að kennslu barna eða ungmenna á Englandi framar.

Í úrskurðinum segir að hegðun Whitehurst gæti skaðað ímynd kennara í huga almennings, þegar hafður er í huga alvarleiki málsins og framkoma hennar við berskjaldað barn. Hins vegar virðir nefndin Whitehurst það til málsbóta að hún hafi í upphafi ekki nálgast drenginn í annarlegum tilgangi heldur af löngun til að hjálpa honum. Ábyrgðin á því hvernig sambandið þróaðist með óeðlilegum hætti er hins vegar hennar og sýndi hún alvarlegan dómgreindarbrest, að mati nefndarinnar.

Sjá nánar hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa