Viktor Bjarki Daðason er í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar sem mætir Dortmund í Meistaradeildinni annað kvöld.
Viktor er aðeins 17 ára gamall og kom hann til FCK frá Fram í fyrra og fór í akademíu félagsins. Hefur hann unnið sig hratt upp, verið í hóp í undanförnum leikjum og spilaði hann seinni hálfleik í 3-1 tapi gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni á föstudag.
Nú hefur hann verið valinn í Meistaradeildarhóp í fyrsta sinn og það gegn stórliði Dortmund, en leikurinn fer fram á Parken.
Viktor er ekki eini Íslendingurinn í hópnum en markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er auðvitað einnig á mála hjá FCK.