fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Dómararnir hjá tennissambandinu trúðu ekki hjartaknúsaranum – Sagðist hafa smitast af kossi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. október 2025 18:30

Oliveira fékk langt bann. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnutennis leikmaðurinn Goncalo Oliveira féll nýverið á lyfjaprófi vegna notkunar metamfetamíns. Oliveira sagði að efnið hafi mælst í honum vegna koss.

Fréttastofan AP greinir frá þessu.

Oliveira, sem er frá Portúgal en keppir fyrir hönd Venesúela, fékk bráðabirgðabann í janúar síðastliðnum vegna þess að hann hafði fallið á lyfjaprófi í nóvember árið 2024. En þá var hann að keppa á ATP Challenger mótinu í Manzanillo í Mexíkó.

Bæði sýnin sem voru tekin úr Oliveira voru jákvæð fyrir metamfetamíni. Oliveira þrætti hins vegar fyrir að hafa verið að nota slíkt ólöglegt nautnameðal.

Fyrir áfrýjunardómstól sagði Oliveira að hann hefði aldrei tekið inn metamfetamín en að það gæti verið að efnið hafi mælst í honum án hans ætlunar. Það er að hann hafi kysst manneskju sem hafi tekið slíkt efni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttamaður hefur borið fyrir sig koss eftir að hafa fallið á lyfjaprófi og það hefur virkað. Hin franska skylmingarkona Ysaora Thibus var sýknuð af lyfjanotkun árið 2024 vegna þess að dómarar trúðu því að hún hefði „smitast“ af anabólískum sterum eftir að hafa kysst bandarískan kærasta sinn. Gat hún keppt á ólympíuleikunum í París skömmu eftir það.

En dómararnir í tennissambandinu trúðu ekki Oliveira. Hann fékk fjögurra ára keppnisbann að frádregnu banninu sem hann hefur nú þegar verið í. Má hann keppa aftur þann 16. janúar árið 2029.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Birgir tekur tímabundið við af Jóni Viðari sem slökkviliðsstjóri

Birgir tekur tímabundið við af Jóni Viðari sem slökkviliðsstjóri
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“

Myndbandið sem hefur slegið í gegn á TikTok – „Endurspeglar þjóðarsálina“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tekinn með á annað þúsund töflur og gekk þá berserksgang

Tekinn með á annað þúsund töflur og gekk þá berserksgang
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“

Sendi grófar líflátshótanir á barnsmóður sína og smánaði fjölskyldu hennar – „Ég ætla að grafa upp afa þinn“
Fréttir
Í gær

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“

Fengu afsökunarbeiðni frá Þórunni – „Það hefur enginn verið jafn miður sín“
Fréttir
Í gær

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum

Ársæll reiður yfir fréttaflutningi DV og segir uppljóstrara vera í kennarahópnum