fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 17. október 2025 15:38

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tillögu Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, verður vörugjald fellt niður á nýja rafmagnsbíla. Það sama á við um bíla sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku svo sem metani og vetni.

„Við erum að stuðla að því að það verði hagkvæmara að kaupa bíla sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku í stað innfluttar orku. Ávinningurinn af því er ótvíræður fyrir efnahag landsins og það hjálpar okkur líka að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum,“ segir Daði Már eins og segir í tilkynningu Stjórnarráðsins. „Almenningur hefur sett bíla sem ganga fyrir innlendri orku í forgang. Það sést á því að meira en helmingur allra nýskráðra bíla á heimilum landsmanna á undanförnum árum hafa verið rafmagnsbílar. Með þessari breytingu sköpum við enn skýrari hvata fyrir heimili og fyrirtæki til að velja bíla sem ganga fyrir íslenskri orku.“

Tillagan lýtur að breytingum á ýmsum lögum vegna fjárlaga næsta árs. Samhliða er gert ráð fyrir að vörugjald hækki á bíla sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti.

Eins og segir í tilkynningunni verður regluverk einfaldað og undanþágum fækkað. Markð breytinganna sé að skapa varanlegan hvata til að velja ökutæki sem nota hreina orkugjafa í stað þeirra sem ganga á innfluttri orku.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

Vörugjald á ökutæki sem ganga fyrir rafmagni, metani og vetni verður fellt niður.

Losunarviðmið útblásturs á ökutækjum sem losa koltvísýring, CO2, verður hert.

Vörugjald af ökutækjum sem áður báru 13% vörugjald hækkar í 20%. Hér undir falla einkum ýmiskonar vinnuvélar og ökutæki til sérhæfðra nota sem eru 5 tonn eða minna að leyfðri heildarþyngd, t.a.m. kranabifreiðar, dráttarbifreiðar og tengivagnar.

Vörugjald af ökutækjum sem áður báru 30% vörugjald hækkar í 40%. Hér er einkum um að ræða minni hópferðabifreiðar, bifhjól og fjórhjól.

Einföldun á regluverki með fækkun undanþága.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks