fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. október 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórfelldum skattsvikara hefur nú verið gert að sæta tveggja ára atvinnurekstrarbanni eftir að hann var í þriðja sinn fundinn sekur um að svíkjast undan sköttum. Að mati dómara voru brot mannsins meiri háttar. Þrátt fyrir að um ítrekuð brot sé að ræða ákvað dómari þó að hæfileg refsing væri 20 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Hann þarf þó að greiða sekt í ríkissjóð sem nemur rúmlega 62 milljónum.

Maðurinn, Hafþór Sigtryggsson, var ákærður í maí á þessu ári fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslu á lögmæltum tíma í nóvember rekstrarárið 2023 og eigi staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti vegna tiltekinna uppgjörstímabila á árunum 2020-2023. Hafði Hafþór í heild ekki staðið skil á rúmlega 35 milljónum.

Hafþór játaði sök í málinu en fór fram á vægustu refsingu sem lög leyfa. Eins mótmælti hann kröfu ákæruvaldsins um atvinnurekstrarbann.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Hafþór lendir í vandræðum út af skattamálum en árið 2022 var hann dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrri skattsvik og fyrir sambærilegt brot árið 2010. Þetta var því þriðju skattsvik hans. Dómari leit til þess að um ítrekaða háttsemi væri að ræða, en á sama tíma horfði það til mildunar að Hafþór játaði greiðlega. Hins vegar væri einnig ljóst að Hafþór hafi haldið áfram að brjóta af sér á tímabili þar sem hann hafði þegar verið ákærður, og svo síðar dæmdur, fyrir skattsvik.

Dómari tók fram að árið 2019 var gerð breyting á lögum svo að heimilt yrði að úrskurða þá aðila sem hefðu gerst sekir um skattsvik í svokallað atvinnurekstrarbann, þ.e. bann við því að stofna félag með takmarkaðri ábyrgð félagsmanna, sitja í stjórn, starfa sem framkvæmdastjóri eða koma með öðrum hætti að stjórnum slíks félags eða fara með hluta atkvæðisréttar í því í allt að þrjú ár. Þessu úrræði er ætlað að vernda kröfuhafa og samfélagið í heild fyrir hættu á tapi vegna misnotkunar á hlutafélagaforminu. Hafþór hafi tvisvar áður gerst sekur um skattsvik og því taldi dómari rétt að fallast á kröfu um atvinnurekstrarbann sem væri hæfilega miðað við tvö ár frá uppkvaðningu dóms.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 24. september en var birtur í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks