fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. október 2025 20:30

Freyr Alexandersson. Mynd: Brann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið átti fínan landsleikjaglugga gegn Úkraínu og Frakklandi á dögunum. Fyrrum landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var heilt yfir hrifinn af því sem hann sá.

Um var að ræða leiki í undankeppni HM. Fyrri leikurinn tapaðist 3-5 gegn Úkraínu en glæsilegt 2-2 jafntefli við Frakka í þeim seinni heldur möguleikum Strákanna okkar um sæti í lokakeppninni vel á lífi.

„Mér fannst margt mjög jákvætt. Það er búið að tala um vandræði með varnarmenn og þá aðallega hafsenta í mörg ár, mér fannst Daníel Leó og Sverrir spila virkilega vel, sem við höfum þurft á að halda,“ sagði Freyr til að mynda um landsliðið.

„Liðið spilar mjög sókndjarfan fótbolta, við spilum eins og félagslið. Úrslitin á móti Frakklandi voru frábær en það er auðvitað hræðilegt að fá á sig fimm mörk á móti Úkraínu. Arnar hefur komið vel inn á það að þetta er aldrei 5-3 leikur. En við verðum að hætta að koma okkur í stöður, þessi transition-augnablik sem við erum að ströggla með.

Við spilum áhættusæknari fótbolta en nokkru sinni fyrr með okkar íslenska landslið. Ef Arnari tekst að fara með þessum drengjum, sem eru gríðarlega hæfileikaríkir, á stórmót með þessa hugmyndafræði þá er það stórkostlegt. Ég er alls ekki viss um að við getum það en ég verð mjög heillaður ef við náum því og við erum enn þá með lifandi möguleika,“ sagði Freyr einnig.

Ítarlegt viðtal við Frey er í spilaranum og hefst það þegar þátturinn er um það bil hálfnaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Í gær

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar
433Sport
Í gær

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane
433Sport
Í gær

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“