Sveinn Leó Bogason mun ekki halda áfram sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Þórá komandi leiktíð. Þór er komið upp í Bestu deildina eftir langa fjarveru þaðan.
„Við þökkum Sveini Leó fyrir mikið og gott framlag til knattspyrnudeildarinnar undanfarin átta ár í störfum sínum, fyrst í 2.flokki og síðan í meistaraflokki,“ segir á vef Þórs.
Eiður Benedikt Eiríksson aðstoðarþjálfari Breiðabliks hefur verið orðaður við starfið hjá Þór.
Sveinn hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla undanfarin fjögur ár. Hann hefur verið viðloðandi starf meistaraflokks í lengri tíma þar sem hann vann náið með þjálfarateymi Þórs á meðan hann var þjálfari 2.flokks karla frá 2018-2021.
Undir stjórn Sveins vann 2.flokkur meðal annars B-deild árið 2020 og þar með keppnisrétt í A-deild eftir níu ára veru í B-deild sem hefur reynst mikilvægur liður í uppbyggingastarfi félagsins á undanförnum árum.