fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fréttir

Þetta vitum við um fyrsta skref friðarsamkomulags Ísraels og Hamas

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. október 2025 07:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að Ísrael og Hamas hafi náð saman um fyrstu skrefin í átt að friðarsamkomulagi. Stjórnmálaskýrendur segja að um sé að ræða stórt skref í að koma á varanlegum friði en enn sé mikil vinna fyrir höndum.

Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að enn sé margt á huldu um hvað samkomulagið felur í sér.

Heimildir miðilsins herma þó að hátt í 2.000 Palestínumönnum sem eru í haldi í Ísrael verði sleppt úr haldi. Þá verði 400 flutningabílum með hjálpargögn hleypt inn á Gaza-svæðið á degi hverjum og þeim muni fjölga á síðari stigum. Þá segir Hvíta húsið að Hamas muni sleppa 20 gíslum sem enn eru á lífi úr haldi.

Lyce Doucet, fréttamaður BBC, bendir á að þó að þetta sé stórt skref sé þetta aðeins byrjunin. Um sé að ræða vopnahlé og aðeins fyrsta skrefið í átt að friðarsamkomulagi.

Hvað hafa helstu aðilar sagt?

„Þetta er frábær dagur fyrir Ísrael,“ sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í yfirlýsingu. Hann þakkaði ísraelskum hermönnum og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og teymi hans fyrir að hafa tekið höndum saman í því verkefni að leysa gíslana úr haldi. „Með hjálp Guðs munum við koma þeim öllum heim,“ bætti hann við.

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í yfirlýsingu á Truth Social í gærkvöldi:

„Þetta er FRÁBÆR dagur fyrir arabíska og múslimska heiminn, Ísrael, öll nágrannaríki og Bandaríkin, og við þökkum milligöngumönnum frá Katar, Egyptalandi og Tyrklandi sem unnu með okkur að því að gera þennan sögulega og fordæmalausa atburð að veruleika. SÆLIR ERU FRIÐARGJAFARNIR!“

Síðar sagði hann við Fox News að Gasa-svæðið verði endurbyggt eftir að fyrsti áfangi samningsins verður innleiddur. Bætti hann við að Gasa-svæðið verði miklu öruggari staður í kjölfarið.

Fulltrúar Hamas segja að samkomulagið muni „binda enda á stríðið á Gasa, tryggja brottför hernámsliðanna, leyfa innflutning mannúðaraðstoðar og fela í sér fangaskipti“.
„Fólkið á Gasa hefur sýnt óviðjafnanlegt hugrekki,“ sagði í yfirlýsingu.

„Við munum aldrei yfirgefa þjóð okkar né þjóðleg réttindi hennar fyrr en frelsi, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarréttur er tryggður,“ bættu samtökin við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingur handtekinn í Tælandi – Rauður pallbíll gerður upptækur

Íslendingur handtekinn í Tælandi – Rauður pallbíll gerður upptækur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn