fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Norðurlöndin funda í Reykjavík um afstöðuna til Ísrael í Eurovision – Verður reynt að ná samstöðu?

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 8. október 2025 13:30

Allt er á suðupunkti fyrir Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar norræna ríkissjónvarpsstöðva munu funda um atkvæðagreiðslu EBU í næsta mánuði um veru Ísraels í Eurovision. Þjóðirnar eru ekki sammála um málið.

Miðillinn ESCplus á Spáni greinir frá þessu.

Fulltrúar norrænu ríkissjónvarpsstöðvanna munu funda í Reykjavík með fulltrúa frá evrópsku sjónvarpssamtökunum EBU, sem halda Eurovision keppnina, um stöðuna sem upp er komin og atkvæðagreiðsluna um veru Ísraels um miðjan næsta mánuð.

Þetta eru fulltrúar RÚV, hins danska DR, hins norska NRK, hins sænska SVT og hins finnska Yle. Verður rætt um afstöðu þessara sjónvarpsstöðva fyrir atkvæðagreiðsluna til veru Ísraels í Eurovision og annarra þátta er varða öryggi. Dagsetning hefur ekki verið ákveðin en fundurinn verður líklega á allra næstu dögum.

Gerólík afstaða

Ekki er vitað hvort tilgangurinn sé að reyna að finna sameiginlegan flöt fyrir Norðurlöndin. Það er að þau kjósi öll á sama veg. En fyrir fram er vitað að afstaða þeirra er gerólík.

Ísland er eitt af þeim löndum sem hafa hótað að draga sig úr keppninni fái Ísraelar að taka þátt og hafa stjórnarmenn RÚV, meðal annars formaðurinn Stefán Jón Hafstein, verið mjög afdráttarlausir hvað það varðar. Það er að reka eigi Ísraela úr keppni líkt og Rússa á sínum tíma.

Sjá einnig:

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk

Finnar hafa ekki opinberlega lýst afstöðu sinni en talið er að þeir séu einnig á móti veru Ísrael í Eurovision við núverandi aðstæður. Finnar voru það ríki sem tók af skarið á sínum tíma og hvatti til að Rússum yrði vikið úr keppni eftir innrásina í Úkraínu.

Danir hafa aftur á móti lýst því yfir að þeir hyggist greiða atkvæði með því að Ísrael fái að taka áfram þátt, svo lengi sem þeir fylgja reglum sambandsins.

Afstaða Svía og Norðmanna er óljósari en vitað er að löndin hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd og öryggi keppninnar sem og almennum stuðningi við hana.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Í gær

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla