fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fókus

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. október 2025 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Definitive Rat Pack metsölusýning frá West End í London kemur til Íslands í fyrsta skipti og verður sýnd í Eldborgarsal Hörpu 27. mars 2026.

Gullöld sveiflunnar þar sem Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr., stórstjörnurnar úr hinum svokallaða Rat Pack sem tóku Las Vegas með trompi á sjöunda áratugnum, eru sem ljóslifandi í þessari einstöku og stórskemmtilegu sýningu.

The Definitive Rat Pack eru upprunalegir meðlimir úr hinni vinsælu West End sýningu The Rat Pack – Live from Las Vegas sem var sýnd í meira en fimm ár. Stephen Triffitt (Frank), George Daniel Long (Sammy) og Mark Adams (Dean) hafa í meira en tvo áratugi endurskapað skerf af skemmtanasögunni og líkt, af mikilli einlægni og ótrúlegri nákvæmni, eftir röddum og sviðs-persónuleikum þessara þriggja heimsfrægu söngvara.

Ásamt hinum heillandi Golddiggers bakraddasöngvurum og öflugri níu manna stórsveit (Big Band) skapa þeir félagar töfrandi tónlistarsýningu með þekktum lögum eins og Fly Me to the Moon, Chicago, My Way, That’s Amore, Ain’t That a Kick in the Head, Everybody Loves Somebody, Mr Bojangles, Mack the Knife og að sjálfsögðu New York New York svo nokkur séu nefnd.

The Definitive Rat Pack er ein af mörgum, alþjóðlegum sýningum sem breska fyrirtækið Jamboree Entertainment kemur með til landsins. Nú á dögunum gátu íslenskir áhorfendur notið kántrítónleikana A Country Night in Nashville og sýningarinnar Mania: The ABBA Tribute. Í september á síðasta ári kom fyrirtækið með Emilio Santoro sem Elvis í fyrsta skipti til Íslands í kjölfarið á sigri hans í The Ultimate Elvis Tribute Contest 2024. Allir þessir viðburðir hafa fengið mikið lof íslenskra áhorfenda.

James Cundall, eigandi Jamboree Entertainment, segir að fyrirtækið vilji setja sér það markmið að koma með alþjóðlega tónlistarviðburði í hæsta gæðaflokki til Íslands og er spenntur að undirbúa fleiri slíka viðburði í Hörpu á næsta ári sem verða kynntir á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd
Fókus
Fyrir 5 dögum

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg