Hárgreiðslumeistarinn Dimitris Giannetos deildi myndum af Clooney á mánudagskvöldið þar sem hún skartar mun styttra hári en áður.
Í myndatexta við myndina kallar Giannetos nýja útlitið „Búbblu-blásturinn“ (e. The bubble blowout) og bætir við: „Ný klipping fyrir Amal Clooney!“
View this post on Instagram
Clooney hefur hingað til skartað síðu hári, næstum því niður að mitti, sem oftast hefur verið slegið, svokallað hafmeyjuútlit.
Nýr hárstíll leiðir til alveg nýs útlits sem minnir á uppáhaldsstíl Katrínar Middleton.
Vogue segir að hárgreiðslumeistari hafi „klippt af á milli 15 – 21 sentimeter af hári“ og lokið útlitinu með beinni blástursþurrkun. „Amal hefur aldrei fengið svona klippingu áður.“
Með því að krulla endana örlítið, býður hliðarskiptingin upp á ávala lögun við hárendana, sem leiðir til nafns klippingarinnar.
„Þetta er kraftmikil klipping … hún er fáguð og nútímaleg,“ segir Giannetos.