fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Ödegaard dregur sig úr hópnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, hefur dregið sig úr landsliðshópnum eftir að hafa meiðst á hné í sigri Arsenal gegn West Ham um helgina.

Ödegaard fór af velli eftir aðeins hálftíma leik í 2-0 sigri liðsins eftir samstuð við Crysencio Summerville. Mun hann dvelja hjá Arsenal á meðan komandi landsleikjahléi stendur og vera til skoðunar.

Þetta staðfesti félagið í dag og mun hann því missa af leikjum Noregs gegn Ísrael og Nýja-Sjálandi.

Ödegaard hefur nú verið tekinn af velli í fyrri hálfleik í þremur deildarleikjum í röð, en hann glímdi áður við axlarmeiðsli.

Auk hans eru Kai Havertz, Gabriel Jesus og Piero Hincapie einnig á meiðslalistanum hjá Arsenal.

Þó eru jákvæðari fréttir af Declan Rice, sem fór einnig meiddur af velli gegn West Ham. Hann verður með enska landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm

Braut veðmálareglur í 252 skipti en fær vægan dóm
433Sport
Í gær

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað

Fremur hissa á brotthvarfi Heimis en vill nú þennan mann í hans stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bournemouth upp í annað sætið eftir endurkomusigur

Bournemouth upp í annað sætið eftir endurkomusigur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað