fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Trump sendir þjóðvarðarliðið til Chicago

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. október 2025 08:27

Liðsmenn bandaríska þjóðvarðarliðsins. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að senda 300 bandaríska þjóðvarðarliða til Chicago-borgar til að tryggja innviði og vernda alríkislögreglumenn. Ákvörðunin var tekin eftir að alríkislögreglumaður skaut ökumann, sem sagður var vopnaður, í gærkvöldi.  Á sama tíma stóð dómari í vegi fyrir því að þjóðvarðarliðar yrðu sendir inn í Portland, sem er önnur borg sem stýrð er af demókrötum og er forsetanum afar hugleikin. Hefur Trump sagt að Portlandborg sé stríðshrjáð og allt að því stjórnlaus en áðurnefndur dómari, Karin Immergut, sagði í úrskurði sínum í gær að fullyrðingar forsetans væru úr lausu loft gripnar.

Trump hefur vikum saman hótað því að beita þjóðvarðarliðinu í borgum eins og Chicago, Portland og New Orleans sem lið í því að berjast gegn ólöglegum innflytjendum og ná tökum á stjórnlausum glæpum, að hans sögn, sem eiga að herja á borgi. Gangrýnendur forsetans hafa sagt beitingu þjóðvarðarliðsins vera liður í því að Trump sé að reyna að ná alræðisvaldi í Bandaríkjunum og sá fræjum ótta.

Fyrr á árinu var þjóðvarðarliðinu beitt í Washington og Los Angeles með góðum árangri að sögn Trump og talsmanna hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester