fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fókus

Árni og Guðrún um OnlyFans og myndina af þeim sem er í dreifingu: „Það er munur á klámi og því sem við erum að gera“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 30. september 2025 14:04

Árni og Guðrún hafa verið saman í fimmtán ár, þar af gift í tíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalinn og vaxtaræktarkappinn Árni Björn Kristjánsson og eiginkona hans, Guðrún Ósk Maríasdóttir, nuddari og sauna meistari, eru vön að tala um málefni sem mörgum þykir tabú, enda halda þau úti hlaðvarpinu Taboo þar sem þau ræða hreinskilið og hispurslaust um kynlíf, opin sambönd, nekt og fleira.

Sjá einnig: Guðrún og Árni ræða um skömmina í kringum pegging – „Eitthvað þarna sem karlmönnum finnst spennandi“

Í nýjasta þættinum takast þau á við leiðinlegt mál sem kom upp í lok síðustu viku, en kynferðisleg mynd af þeim fór á dreifingu um netheima og ákváðu hjónin að ræða opinskátt um það eins og þeim einum er lagið.

Hjónin greina frá því að þau eru á OnlyFans og hafa verið um tíma, þau hafa bara ekki verið að auglýsa það. Þaðan kom umrædd mynd.

Guðrún viðurkennir að fyrst hafi hún verið á móti OnlyFans.

„Ég tengdi alltaf OnlyFans við klám, misnotkun og eitthvað svona feik. En skoðunin er að breytast. Við fórum svolítið á stúfana og kynna okkur hvernig efni væri inn á OnlyFans, því við höfðum áhuga á að sýna okkar kynlíf, okkar listform og okkar tjáningu, af því að kynlíf hefur alltaf verið svona akkeri tengslamyndunar hjá okkur. Þá fórum við á stúfana, að skoða hvað væri í boði og það er bara alls konar í boði þarna,“ segir Guðrún.

Vaknaði við leiðinleg skilaboð

Árni segir að þau hafi ákveðið að auglýsa ekkert OnlyFans-síðuna.

„Af því að við vitum að þetta er kannski á gráu svæði fyrir mörg þarna úti, þau skilja ekki alveg út á hvað þetta gengur. En við lentum í því, ég vaknaði einn morguninn fyrir nokkrum dögum síðan og fékk skilaboð. Og þar lét góður vinur minn mig vita að það væri mynd af okkur í dreifingu á netinu,“ segir hann.

Árni fékk umrædda mynd senda. „Þetta er mynd þar sem [Guðrún er] að pegga mig,“ segir Árni og bætir við að í fyrstu hafi honum þótt þetta ekkert tiltökumál, líka nýbúin að gefa út þátt um pegging.

„Þetta var mynd af OnlyFans-síðunni okkar, þetta var efni sem við birtum sjálf þar sem viðkomandi borgaði fyrir þetta til að sjá okkar listgrein og fór svo að deila þessu. Fyrst fannst mér þetta ekki skipta neinu máli, því nekt er ekkert vandamál fyrir okkur. En svo fannst mér þetta leiðinlegt, af því að það var einhver sem tók þetta og fór að deila því í annarlegum tilgangi, sem eitthvað sjokk eða grín, og það fannst mér pirrandi,“ segir hann.

„Það eru nokkrir mánuðir síðan við byrjuðum [á OnlyFans] og við erum á þessu því okkur finnst það gaman, þetta er okkar leið til að tjá okkar list og okkar leið til að fá greitt fyrir það.“

Ekki bara kynlíf heldur einnig kennsla

Guðrún tekur undir og bætir við: „Það sem við sáum fyrir okkur með OnlyFans er ekki bara við að stunda kynlíf. Okkur langar líka að stíga inn í meira paravinnu, kennslumyndbönd þar sem við erum að deila frá því sem okkur finnst gott og því sem hefur þjónað okkur í okkar kynlífi, hvort sem það er hvernig maður á að byrja eitthvað, hvernig á að deepthroata, eða hvernig á að gera Yoni-nudd, hvernig á að komast að leghálsfullnægingu. Þetta er alls konar efni sem er kannski ekki endilega mjög aðgengilegt á íslensku.“

Kynþokkalist vs. klám

Árni og Guðrún ræða um muninn á klámi (e. porn) og kynþokkalist (e. erotica).

„Menningarstofnun sameinuðu þjóðanna gerir greinarmun á klámi og kynþokkalist. Og kynþokkalist er eitthvað sem við erum að gera,“ segir Árni.

„Þetta er okkar listgrein. Klám er ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar. En kynþokkalist er bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar. Kynlíf, making love, hvað er það annað en listræn tjáning á ást.“

Þau segja að allt sem þau gera er til að vekja fólk til umhugsunar um af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru.

„Af hverju er þetta einhver skömm eða tabú, við hugsuðum þetta, þegar þessi mynddreifing kom upp: Hvað gerum við nú? Við hefðum getað hunsað þetta og látið eins og ekkert væri […] Stundum er besta vörnin að snúa í sókn og þess vegna ákváðum við að taka upp þennan þátt og tala um þetta, því þetta er lítið land og fólk fer að slúðra og við erum svo hart á móti öllu þessu kjaftæði.“

Hlustaðu á þáttinn hér þar sem þau fara nánar í saumana á þessu öllu saman.

Fylgdu Guðrúnu á Instagram og Árna á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt