O (Hringur), með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki, var að hljóta aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama sem er mikilvægasta kvikmyndahátíðin á Norðurlöndunum fyrir stutt- og heimildarmyndir.
Úrskurður dómnefndarinnar var svohljóðandi:
„Knúin áfram af stórkostlegum leik, verðlaunamyndin heillaði okkur strax frá upphafi með viðkvæmri kvikmyndatöku sem nær að vera nærri aðalpersónu myndarinnar án þess að misnota eða dæma hversu brothættur hann er. Í sinni blekkjandi einfaldri strúktúr, afhjúpar myndin flókinn veruleika þess að fíkn er ekki eitthvað sem hægt er að sigrast á með einu handtaki viljans, heldur sjúkdómur sem kann að vera einfaldlega ólæknandi. Verðlaunin fara til O eftir Rúnar Rúnarsson.“
O (Hringur) er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan.
Eru þetta 18 verðlaun myndarinnar og er hún einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025 sem og í forval til Óskarsverðlaunanna 2026.
Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Heather Millard.
„Við erum í skýjunum með að hafa hlotið þennan heiður. Ferðalag þessarar myndar er búið að vera mikið ævintýri og við erum svo stolt af öllu því hæfileika fólki sem gerði hana að veruleika.”