fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

433
Laugardaginn 13. september 2025 12:30

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Ferill Guðjóns hefur sannarlega ekki gengið hnökralaust fyrir sig þó glæsilegur sé. Eftir fyrsta árið í atvinnumennsku með Helsingborg 2011 greindist hann með alvarleg veikindi, sáraristilsbólgur, og átti ekki að spila fótbolta framar samkvæmt læknisráði.

„Það hafa alveg komið áföll í gegnum tíðina, þegar ég var lítill fékk ég sýkingu í bein og það munaði litlu að það þyrfti að taka fót af. Ég var lengi að jafna mig eftir það, svo var það hjartaaðgerð og svo þetta,“ sagði Guðjón í Íþróttavikunni.

„Maður var því búinn að byggja upp harðan skráp og komin seigla í mann. Ég upplifði aldrei einhverja uppgjöf eða að verða eitthvað lítill eða þess háttar. En þetta var sannarlega áfall.“

Veikindin hindruðu það vissulega að Guðjón gæti átt frekari feril í atvinnumennsku og sneri hann aftur í Val. Þau komu þó ekki í veg fyrir að hann yrði tvöfaldur Íslandsmeistari, bikarmeistari og fleira til hér heima.

„Fljótt var ég bara farinn að líta á þetta sem verkefni. Fyrsta árið var eiginlega glórulaust. Ég æfði á fullu með Val á brútal lyfjum og allt í rugli. Ég fékk það frá lækninum að ég ætti að fara að huga að öðrum hlutum, það væri ólíklegt að ég gæti spilað fótbolta framar. Þegar hann sagði þetta brotnaði ég smá niður en svo kom ég út og sagði við mömmu að þessi læknir gæti gleymt þessu, ég væri að fara á æfingu á morgun,“ sagði Guðjón.

Viðtalið í heild er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar