fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

433
Laugardaginn 13. september 2025 08:00

Guðjón Pétur Lýðsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Það var komið inn á eitt leiðindamál í þættinum frá því árið 2023. Þar var ranglega ýjað að því að Guðjón hafi gerst sekur um rasisma eftir leik Grindavíkur gegn Gróttu í Lengjudeildinni, þar sem allt sauð upp úr.

Vísir, miðillinn sem skrifaði um málið, leiðrétti rangfærsluna og bað Guðjón afsökunar á þeim tíma.

„Ég er enn þá að bíða eftir þessum heimildamanni. Þetta sýnir hvað fréttamennska getur verið á rosalega lágu plani. Það er eiginlega skandall fyrir þann fréttastjóra og þá sem stýra þessari fréttastofu að það hafi enginn skoðað hvaðan þetta kom eða neitt,“ sagði Guðjón í Íþróttavikunni.

„Ég sagði náttúrulega ekki neitt, sem er það versta í þessu. Það voru 40 manns þarna á svæðinu og enginn heyrði neitt. Ég frábið mér svona þvælu og það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt. Þarna lögðust menn á ansi lágt plan.“

Viðtalið í heild er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar

Þrír miðjumenn orðaðir við United – Sagðir vilja fá inn leikmann í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?

Líklegt byrjunarlið Íslands í Baku á fimmtudag – Leitar Arnar í það sem virkaði síðast?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar