fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sendir Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, skýr skilaboð eftir stefnuræðu hennar í gærkvöldi.

Í ræðu sinni kom Kristrún víða við og bað þingmenn meðal annars um að gæta orða sinna.

„Hér hafa allir fullt málfrelsi – en gætum orða okkar. Því orðum fylgir ábyrgð. Og tónn skiptir máli,“ sagði hún meðal annars en ræðu Kristrúnar má lesa í heild sinni hér.

Sólveig Anna segir að Kristrún ætti að beina áhyggjum sínum að öðrum vandamálum en orðum þingmanna.

„Ég bið forsætisráðherra að grípa til raunverulegra aðgerða til að lina efnahagsleg vandamál verka og láglaunafólks sem er fast á gróðavæddum leigumarkaði. Ég bið hana að skoða biðlistann hjá Bjargi en þar bíða nú tæplega 4000 manneskjur eftir því að komast í skjól frá gróðavæddum leigumarkaði lýðveldisins, sem ber nú mesta arðsemi allra fjárfestinga. Enda er það svo að íslensk yfirstétt ákvað í kjölfar hrunsins að breyta húsnæði alþýðufólks í gróðauppsprettu fyrir sig og sína, með stórkostlegum fjárhagslegum ávinning.“

Biðlar hún til Kristrúnar að tryggja að ríkið geri sitt til að takast á við vandann sem rekja megi til grafalvarlegra hagstjórnarmistaka. Á Íslandi sé húsnæðiskerfi sem tryggir mikinn auð sem færist á milli kynslóða en einnig efnahagsleg vandamál sem sömuleiðis færast á milli kynslóða.

„Ég bið hana um að viðurkenna hátt og snjallt að vinnuaflið framleiðir verðmætin og heldur með vinnu sinni umönnunarkerfum þjóðfélagsins starfhæfum. Ég bið hana um að láta ekki eins og meðlimir þeirrar stéttar séu ekki þess virði að hugsa um eða tala við. Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld að halda áfram að feta braut fyrrverandi stjórnvalda sem töldu sig hafa pólitískt leyfi til að hundsa þarfir verka og láglaunafólks.“

Að lokum biður hún Kristrúnu um að viðurkenna að stéttaskipting og misskipting séu samfélagslegt eitur.

„Ef að hún hefur áhyggjur af tón og orðum þingmanna ætti hún að hafa miklu meiri áhyggjur af þeim vandamálum sem margfaldast ár frá ári vegna þeirrar ömurlegu hegðunar sem viðgengst í garð vinnuaflsins. Hegðunar sem að stjórnmálastéttin hefur blessað með aðgerðum og/eða aðgerðaleysi árum saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland

Áhrifamaður í Bandaríkjunum segir hugsanlegt markmið Trump að hernema Ísland
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú

Vægi Bandaríkjanna hefur minnkað í breyttum heimi og stórveldin eru þrjú
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi