fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“

433
Fimmtudaginn 11. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton fyrrum leikmaður enska landsliðsins og fjölda liða þar í landi er einn af þeim sem hefur skrifað um Charlie Kirk, hægri mann sem var myrtur var með hrottalegum hætti í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Lögregluyfirvöld í Utah í Bandaríkjunum leita nú að manninum sem skaut hinn 31 árs gamla Kirk til bana í gær. Charlie var skotinn á samkomu í háskóla í Utah þar sem hann hélt erindi. Charlie var hægri sinnaður baráttumaður og einn þekktasti stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Barton er hægri sinnaður og tekur andlát Kirk mikið inn á sig. Hann skrifaði meðal annars. „Andi hans mun lifa með mörgum, þau bjuggu til píslarvott,“ skrifar Barton.

Barton er hræddur að þessu hræðilega morði verði svarað. „Ég óttast hvernig svarið verður við þessum hræðilega atburði gagnvart kristnum manni verður, fjölskyldumaður sem var til í að rökræða við alla sem voru honum ósammála,“ sagði Barton en Kirk átti tvö börn og eiginkonu. Hann var mjög trúaður.

Barton heldur svo áfram á Twitter og skrifar um þá sem ekki gátu tekist á við Kirk með samtali. Kirk var vanur að mæta í háskóla og segja sínar skoðanir og rökræða við fólk . „Algjörir aumingjar, Woke er dautt,“ skrifar Barton.

Barton veður svo í Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands sem hafði birt færsl um andlát Kirk. „Þegiðu helvítis hræsnari, ef Charlie Kirk væri frá Bretlandi þá hefðu tíu lögreglumenn bombað upp hurðina heima hjá honum og sett hann í fangelsi fyrir löngu,“ skrifar Barton.

Barton segir svo að CNN og fjölmiðlafólk í Bandaríkjunum beri ábyrgð. „Hvíldu í friði Charlie Kirk, Van Jones og CNN eru með blóð á höndum sínum í dag,“ segir Barton

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Arftaki Mourinho klár
433Sport
Í gær

Roy Keane ræðir brottreksturinn hjá sínu gamla félagi

Roy Keane ræðir brottreksturinn hjá sínu gamla félagi
433Sport
Í gær

Fallegt augnablik Andra og Daníels Guðjohnsen í viðtölum eftir leik – „Hann var svo flottur, ég er svo stoltur af honum“

Fallegt augnablik Andra og Daníels Guðjohnsen í viðtölum eftir leik – „Hann var svo flottur, ég er svo stoltur af honum“