fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fókus

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. september 2025 07:30

Hjónin Lilja Katrín og Guðmundur R. Einarsson á milli forsetahjónanna Höllu Tómasdóttur og Björns Skúlasonar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, bakstursdrottning og einn þáttastjórnenda í Bítinu á Bylgjunni, stóð í stórræðum um helgina. Hún og fjölskylda opnuðu hús sitt í sólarhring frá hádegi á laugardag til hádegi á sunnudag og bakaði Lilja bakaði í maraþoni þann sólarhring.

Maraþonið var til styrktar Berginu headspace og í minningu fóstursonar Lilju Katrínar og eiginmanns hennar, Guðna Alexanders Snorrasonar, sem lést aðeins tvítugur að aldri. Dagsetning maraþonsins er engin tilviljun en Guðni yrði 21 árs 9. september næstkomandi og því er þetta hans afmælishelgi.

Í færslu sem Lilja Katrín skrifaði eftir maraþonið segir hún fjölskylduna orðlausa með viðtökurnar, heimilið hafi verið meira og minna fullt og mörg hundruð manns komið við.

Þakkar hún öllum sem komu í heimsókn fyrir spjallið og samveruna. Það voru síðan forsetahjónin sem voru rúsínan í pylsuendanum og gáfu Lilju Katrínu kraftinn til að klára verkefnið.

Glatt á hjalla undir lok maraþonsins.

„Hvar eigum við að byrja? Síðustu klukkutímar hafa verið andleg og líkamleg rússíbanareið fyrir alla fjölskylduna. Bakstursmaraþoninu 2025 er lokið og við erum orðlaus með viðtökurnar. Heimili okkar var meira og minna fullt í 24 tíma þar sem mörg hundruð manns stöldruðu við, fengu sér köku og styrktu gott málefni. Dýrmætir klukkutímar þar sem við hittum alls konar fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins, bæði kunnuga og ókunnuga. Forsetahjónin voru síðan rúsínan í pylsuendanum og gáfu kraftinn sem þurfti til að klára verkefnið. Við getum ekki beðið eftir að gera upp öll framlögin sem söfnuðust fyrir @bergidheadspace en það er ljóst að hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan sem við urðum vitni að á heimili okkar í 24 klukkustundir verður ekki metin til fjár. Takk allir englarnir sem styrktu okkur, það er ómögulegt að nefna ykkur öll, takk þeir sem heimsóttu okkur, takk fyrir spjallið, stuðið og samveruna.“

Sjá einnig: Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það

Hendur og fætur hafa ekkert að segja um typpastærð – En þessi líkamshluti gerir það
Fókus
Í gær

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fær að heyra það fyrir að leyfa dóttur sinni að gata löngutöng

Fær að heyra það fyrir að leyfa dóttur sinni að gata löngutöng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með neglu í umræðu vikunnar – „Gagnkynhneigða tussan þín, af hverju ertu hérna“

Ragnhildur með neglu í umræðu vikunnar – „Gagnkynhneigða tussan þín, af hverju ertu hérna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn