fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Ólafur gáttaður á þögn Sjálfstæðismanna í Snorramálinu – „Gjör rétt, þol ei órétt“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 3. september 2025 13:30

Þögn Sjálfstæðismanna er ærandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er gáttaður á þögn Sjálfstæðismanna eftir umdeildan Kastljósþátt sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir. Bendir hann á að eini kjörni fulltrúi flokksins sem hafi tjáð sig um málið hafi ákveðið að verja Snorra.

Í færslu á samfélagsmiðlum vísar Ólafur í stefnu Sjálfstæðisflokksins um jafnrétti, mannréttindi og hinsegin málefni. En þar segir:

„Sjálfstæðisflokkurinn vill áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks […] Ísland er, og á ávallt að vera, í fararbroddi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Fólki á að vera frjálst að skilgreina kyn sitt að vild.“

„Góð stefna,“ segir Ólafur. „Þegar þingmaður Miðflokksins mætti í Kastljós til að treysta stöðu flokks síns sem deildar Þjóðminjasafnins með minjum um úrelt sjónarmið, fordóma og kallakalla síðustu aldar, var dauðafæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að minna á stefnu sína, standa með mannréttindum og aðgreina sig frá Miðflokknum.“

Bendir hann á að þessir tveir flokkar keppi um fylgi.

„En eini kjörni fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem datt í hug að segja eitthvað var Rósa Guðbjartsdóttir alþingismaður, sem fannst Snorri Másson sjálfur beittur hatursorðræðu og margir hafa gerzt grófir í hans garð í ummælum eftir þáttinn,“ segir Ólafur. Ekkert hafi komið fram um afstöðu Sjálfstæðismanna um það sem hann hafði að segja.

„Ég viðurkenni að ég skil þetta ekki – stefnan er þarna, af hverju talar enginn kjörinn fulltrúi fyrir henni og tekur upp málstað hinsegin- og transfólks? Af hverju þessi þögn?“ spyr Ólafur. „Getur það verið af því að þau meti það sem svo að hópurinn sem er sammála Snorra sé svo stór að það sé bezt að vera ekkert að styggja hann með einhverju tuði um mannréttindi? Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var leiðandi afl í íslenzkri pólitík hafði hann um tíma kjörorðið „Gjör rétt, þol ei órétt“. Það mætti rifja það upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“

Sauð upp úr í Bítinu – „Þú þaggar ekki í okkur Dagur, svona er Dagur, þaggar, þú þaggar ekki í okkur Dagur!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Í gær

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“

Hvarf Ólafs Austmann í Búlgaríu – „Hún hélt að hann væri að fara á klósettið en svo kom hann ekki til baka“
Fréttir
Í gær

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu

Reynt að myrða fjölskylduföður á Suðurnesjum – Heyrði mikil læti fyrir utan húsið og var skömmu síðar kominn á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“

Einar Örn ómyrkur í máli: „Hefði verulega áhyggjur af því að hafa mann í vinnu sem hagar sér með þessum hætti“
Fréttir
Í gær

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“

Mikil óánægja með Kópavogsleiðina í leikskólum – „Þetta hentar ekki fólki sem þarf að mæta til vinnu á starfsstöð og þarf að skila 8 stunda vinnudegi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“

Bjarki Steinn segir skilaboð Snorra valda skaða – „Ég á sjálfsvígstilraunir að baki, stóra neyslusögu, mörg ár af sjálfshatri og afneitun“