Vestri er bikarmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Hér neðar má sjá hvað netverjar höfðu að segja um leikinn.
Jeppe Pedersen kom Vestra yfir um miðbik fyrri hálfleiks með ótrúlegu skoti fyrir utan teig. Valsmenn voru mjög líklegir fyrir framan mark andstæðingsins þegar leið á hálfleikinn en kom boltanum ekki í netið.
Vestramenn börðust eins og ljón í seinni hálfleik og sigldu sigrinum heim. Valsarar fundu ekki leið framhjá þeim.
Fyrsti bikarmeistaratitill Vestra er staðreynd. Liðið er jafnframt búið að tryggja þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir næstu leiktíð.
King Davíð Smári. 👑🏆
— Reynir Elís* (@Ramboinn) August 22, 2025
Limbs…..fokking Vestfirðir maður🥰❤️ pic.twitter.com/AGxY4c9XYU
— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) August 22, 2025
Gussi græjaði þennan. Fokking kongurinn
Til hamingju Vestri pic.twitter.com/NyQT6DQFY5
— Ásmundur Atlason (@AsmundurAtlason) August 22, 2025
Djöfull eru Vestri nettir, shit.
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) August 22, 2025
Þetta afrek Davíðs Smára verður líklega aldrei leikið eftir.
Til hamingju Davíð.
Til hamingju Sammi.
Til hamingju Vestri.
Og auðvitað til hamingju @ThorirKarls
— Max Koala (@Maggihodd) August 22, 2025
Davíð Smári😍🖤❤️🏆
— Einar Guðnason (@EinarGudna) August 22, 2025
Ótrúleg saga og það á þetta enginn meira skilið en Sammi. Innilegar hamingjuóskir og Evropa á Ísafirði hljómar vel 🏆
— saevar petursson (@saevarp) August 22, 2025
Ef þú þorir ekki að mæta í bikarúrslitaleik og vera betra liðið, þegar þú ert mikið betra liðið, þá er þér bara refsað. Vestri gerðu bara það sem þeir þurftu. Vel gert.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) August 22, 2025