Tónlistarmaðurinn Nick Jonas, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í vinsælu strákasveitinni Jonas Brothers ásamt bræðrum sínum, notar rúmið bara fyrir svefn.
„Að mínu mati eru rúm bara gerð fyrir svefn,“ sagði hann í „Are You Okay?“ þættinum á TikTok.
„Ég sit ekki á rúminu, ég borða ekki í rúminu, ég les ekki bók eða horfi á sjónvarp í rúminu. Ég get það ekki.“
Hann sagði að sér verður auðveldlega heitt og vill halda rúminu köldu eins lengi og hann getur.
@areyouokayshow it’s giving mayor nick 🤝 (with @brimorales_ + @nickjonas) #areyouokay #jonasbrothers #metgala ♬ original sound – Are You Okay?
Það sem fólki þótti skrýtið var hvað hann gerir ef eiginkona hans, leikkonan Priyanka Chopra, er að horfa á sjónvarpið uppi í rúmi. Hann sagðist „ná í stól og sitja við hliðina á rúminu.“
Umsjónarmaður þáttarins, Bri Morales, sagði að þetta væri „galið“ og tóku margir netverjar undir.
Jonas og Chopra hafa verið saman síðan árið 2018 og gift í fimm ár. Þau eiga saman dóttur, fædda 2022.