Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, er tekjuhæsti knattspyrnuþjálfari á Íslandi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar.
Launin eiga við um síðasta ár, en Arnar tók við landsliðinu snemma á þessu ári eftir að hafa gert frábæra hluti með karlaliðs Víkings. Voru þau um ein og hálf milljón á mánuði í fyrra.
Þar á eftir kemur Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrum landsliðsmaður og nú spilandi þjálfari KFA í þriðju efstu deild, en hann var með 1,43 milljónir á mánuði.
Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í karlaflokki, Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins og Ásmundur Haraldsson, fyrrum aðstoðarmaður hans, eru einnig á meðal efstu fimm.
Arnar Gunnlaugsson (landsliðsþjálfari kk.)- 1,48 milljónir
Eggert Gunnþór Jónsson (spilandi þjálfari KFA)- 1,43 milljónir
Halldór Árnason (Þjálfari Breiðabliks kk.) – 1,39 milljónir
Þorsteinn Halldórsson (landsliðsþjálfari kvk.) – 1,38 milljónir
Ásmundur Haraldsson (aðstoðarþj. landsliðs kvk.) – 1,22 milljónir
Rúnar Páll Sigmundsson (Þjálfari Gróttu kk.) – 1,14 milljónir
Heimir Guðjónsson (þjálfari FH kk.) – 1,04 milljónir
Ólafur Ingi Skúlason (landsliðsþjálfari U21 kk.) – 1,04 milljónir
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þjálfari KR kk.) – 1,03 milljónir
Viktor Bjarki Arnarsson (Yfirm. yngri flokka hjá Víkingi R.) – 1,02 milljónir