Brynjólfur Andersen Willumsson er á óskalista ítalska félagsins Genoa en frá þessu greinir La Notizia Sportiva á Ítalíu.
Fótbolti.net vekur athygli á þessari frétt en Brynjólfur er á mála hjá Groningen í Hollandi og var fyrir það hjá Kristiansund í Noregi.
Það eru Íslendingatengingar við Genoa en Albert Guðmundsson lék með félaginu sem og Mikael Egill Ellertsson sem var keyptur frá Venezia.
Brynjólfur hefur skorað fjögur mörk í 29 deildarleikjum fyrir Groningen og á að baki einn landsleik fyrir Ísland.