Marcos Rojo fær ekki að æfa með liði Boca Juniors í Argentínu en allt er í rugli hjá því félagi í dag.
Boca er eitt af stærstu félögum Suður-Ameríku en byrjun tímabilsins og endir síðasta tímabils hafa verið fyrir neðan allar væntingar.
Rojo sem er fyrrum leikmaður Manchester United fær ekki að æfa með öðrum leikmönnum félagsins og það sama má segja um Cristian Lema og Marcelo Saracchi.
Boca er að undirbúa það að rifta samningi allra leikmannana en þeir fá ekki að stíga inn í búningsklefann þessa stundina.
Rojo er 35 ára gamall og hefur leikið með Boca frá 2021 en hann er talinn hafa rifist heiftarlega við stjóra félagsins, Miguel Russo.
Boca mun ekki draga þessa ákvörðun til baka og ef leikmennirnir vilja halda sér í standi þá gera þeir það fyrir utan æfingatíma aðalliðsins.