Það eru afskaplega fáir sem hafa átt jafn skrautlegan feril og maður að nafni Jamie Cureton sem einhverjir gætu kannast við.
Cureton á að baki leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Norwich en það eru um 30 ár síðan þeir leikir voru spilaðir.
Síðan þá hefur leikmaðurinn spilað með ótrúlegu magni af félögum en hann er 49 ára gamall og er hvergi nærri hættur.
Cureton er á mála hjá Cambridge City í sjöundu efstu deild Englands en hann er bæði þjálfari félagsins og nú leikmaður.
Hann ákvað að skrá sig sjálfur í leikmannahópinn fyrir komandi tímabil og verður því leikmaður þar til hann fagnar fimmtugsafmælinu.
Cureton spilaði þrjá leiki með Cambridge á síðustu leiktíð án þess að skora mark en hann wer framherji og hefur leikið yfir þúsund leiki á sínum ferli.