Nokkuð þekkt félag á Englandi er líklega að fara að kveðja boltann eftir 105 ár í enska pýramídanum.
Það lið heitir Morecambe og hefur leikið í neðri deildum Englands undanfarin ár og er nú gjaldþrota.
Akademía félagsins hefur hætt störfum og hefur öllum æfingum unglingaliða verið hætt.
Í tilkynningu félagsins kemur fram að félagið muni hætta rekstri sínum á mánudag og er ástæðan gjaldþrot.
Liðið er í fimmtu efstu deild Englands í dag en miklar líkur eru á að annað félag taki stöðu þess fyrir komandi tímabil.
Morecambe fer jafnvel út í smáatriðin og segir að það séu núll krónur á bankabókinni og að útlitið sé því miður mjög svart fyrir framhaldið.