Þjófar brutust inn í glæsibýli Harry Redknapp á dögunum en þetta kemur fram í nokkrum enskum miðlum.
Ræningjarnir notuðu hamar til að brjótast inn á heimili Englendgsins sem er í dag að njóta lífsins sem sparkspekingur.
Redknapp er fyrrum stjóri í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur þjálfað ófá lið á sínum ferli.
Redknapp og eiginkona hans, Sandra, voru ekki heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir stálu skartgripum og öðrum smáhlutum.
Heimildarmaður Sun segir að þjófnaðurinn hafi klárlega verið skipulagður og að ræningarnir hafi vitað af því að hjónin væru ekki heima.
Myndavélar á heimilinu náðu atvikinu á upptöku en allir aðilar voru með grímu og hjálpar það eigendunum lítið.