Harry Kane er líklega að spila sitt síðasta tímabil með Bayern Munchen á þessu ári en það er skoðun fyrrum leikmanns félagsins, Stefan Effenberg.
Effenberg telur að Kane muni kveðja Bayern 2026 þó hann sé samningsbundinn félaginu til ársins 2027.
Kane er búinn að vinna þýska meistaratitilinn með Bayern en nú verður allt púður sett í það að vinna Meistaradeildina í vetur.
,,Ég sé ekki að Bayern Munchen sé sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni fyrir komandi tímabil,“ sagði Effenberg.
,,Það eru spennandi tímar framundan í Munchen næstu tvö árin en hvað gerist með Kane? Hann mun líklega fara annað 2026 eins og Manuel Neuer. Það þarf að endurbyggja liðið.“