Luke Shaw kennir sjálfum sér um síðasta tímabil þar sem hann spilaði aðeins 12 leiki fyrir Manchester United í öllum keppnum.
Shaw hefur glímt við mörg meiðsli undanfarin tvö ár eða svo og hefur aðeins spilað 27 leiki frá 2023 sem er gríðarlega lítið.
Bakvörðurinn segist hafa brugðist félaginu og fyrrum stjóra liðsins, Erik ten Hag, en vonast til að koma sterkur til baka í vetur undir Ruben Amorim.
,,Mér líður eins og ég hafi brugðist Ten Hag þegar kom að meiðslum og þess háttar, ég var ekki til staðar undir lokin og það var ekki gott,“ sagði Shaw.
,,Þegar nýr þjálfari kemur inn þá tölum við um mismunandi hluti og ný markmið fyrir lok tímabilsins en svo meiddist ég að sjálfsögðu aftur.“
,,Mér leið eins og ég hafi brugðist mörgum á síðustu leiktíð, bæði klúbbnum og liðinu því ég var alltaf meiddur. Ég kenni sjálfum mér mikið um.“