fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Shaw kennir sjálfum sér um og segist hafa brugðist Ten Hag og mörgum öðrum

Victor Pálsson
Föstudaginn 1. ágúst 2025 16:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw kennir sjálfum sér um síðasta tímabil þar sem hann spilaði aðeins 12 leiki fyrir Manchester United í öllum keppnum.

Shaw hefur glímt við mörg meiðsli undanfarin tvö ár eða svo og hefur aðeins spilað 27 leiki frá 2023 sem er gríðarlega lítið.

Bakvörðurinn segist hafa brugðist félaginu og fyrrum stjóra liðsins, Erik ten Hag, en vonast til að koma sterkur til baka í vetur undir Ruben Amorim.

,,Mér líður eins og ég hafi brugðist Ten Hag þegar kom að meiðslum og þess háttar, ég var ekki til staðar undir lokin og það var ekki gott,“ sagði Shaw.

,,Þegar nýr þjálfari kemur inn þá tölum við um mismunandi hluti og ný markmið fyrir lok tímabilsins en svo meiddist ég að sjálfsögðu aftur.“

,,Mér leið eins og ég hafi brugðist mörgum á síðustu leiktíð, bæði klúbbnum og liðinu því ég var alltaf meiddur. Ég kenni sjálfum mér mikið um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt bendir til þess að United verði án lykilmanns í stórleikjunum

Allt bendir til þess að United verði án lykilmanns í stórleikjunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vongóður en útilokar ekki að missa lykilmann til Chelsea

Vongóður en útilokar ekki að missa lykilmann til Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United skráði sig í sögubækurnar í sigri gærdagsins – Ekkert félag afrekað það sama í úrvalsdeildinni

United skráði sig í sögubækurnar í sigri gærdagsins – Ekkert félag afrekað það sama í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt í rugli varðandi Jackson – Yfirmaðurinn tjáir sig um stöðuna

Allt í rugli varðandi Jackson – Yfirmaðurinn tjáir sig um stöðuna
433Sport
Í gær

Hákon skoraði í ótrúlegum fótboltaleik – Átta mörk skoruð í seinni hálfleik

Hákon skoraði í ótrúlegum fótboltaleik – Átta mörk skoruð í seinni hálfleik
433Sport
Í gær

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur
433Sport
Í gær

Chelsta staðfestir komu Garnacho

Chelsta staðfestir komu Garnacho