Brandon Williams fékk að spila fótbolta á nýjan leik á dögunum en hann spilaði með liði Hull City gegn Sunderland.
Sergej Jakirovic, stjóri Hull, var opinn fyrir því að gefa Williams tækifæri en hann er án félags þessa stundina.
Williams hefur glímt við erfiðleika utan vallar í dágóðan tíma en hann var á sínum tíma efnilegur leikmaður Manchester United.
Hann hefur verið orðaður við Besiktas í Tyrklandi en útlit er fyrir að hann muni spila áfram á Englandi á tímabilinu.
Jakirovic er tilbúinn að gefa Williams annað tækifæri á sínum ferli en hann var handtekinn árið 2023 fyrir glannalegan akstur og missti í kjölfarið bílprófið.
,,Ég er alltaf til í að hjálpa fólki því allir eiga skilið annað tækifæri í lífinu. Ég hef rætt við hann um hvað ég býst við af honum og útskýrði mitt mál,“ sagði Jakirovic.