Chelsea ætlar að treysta á bakvörðinn Marc Cucurella í að hjálpa hinum unga Jorrell Hato að aðlagast á Englandi.
Þetta kemur fram í frétt Athletic en Hato er á leið til Chelsea frá hollenska félaginu Ajax fyrir um 40 milljónir punda.
Hato er aðeins 19 ára gamall og hefur aldrei spilað á Englandi en Cucurella þekkir það vel að upplifa erfiða tíma til að byrja með í landinu.
Það verður víst verkefni Cucurella að leiðbeina Hato til að byrja með þó þeir gætu barist um sömu stöðu næsta vetur.
Hato er hafsent og vinstri bakvörður en Cucurella hefur hingað til aðeins spilað í bakverðinum á Stamford Bridge.
Chelsea er sannfært um að Cucurella geti reynst Hato vel og verður hann líklega einn af þeim fyrstu til að taka á móti leikmanninum er hann skrifar undir.