fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Orri Hrafn keyptur í Vesturbæinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 1. ágúst 2025 10:38

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Hrafn Kjartansson hefur verið seldur frá Val til KR, en þetta var staðfest í dag.

Orri lék með Val í Sambandsdeildinni gegn Kauno Zalgiris í gær en reyndist það hans síðasti leikur fyrir Hlíðarendafélagið.

Nú heldur Orri til KR, sem er í harðri fallbaráttu.

Tilkynning Vals
Orri Hrafn Kjartansson leikmaður Vals hefur verið seldur til Knattspyrnufélags Reykjavíkur frá og með deginum í dag. Orri Hrafn lék því sinn síðasta leik fyrir Val gegn Kauno Zalgiris að Hlíðarenda í gærkvöldi.

Orri gekk til liðs við Val frá uppeldisfélagi sínu Fylki fyrir tímabilið 2022 og lék um 90 leiki í öllum keppnum fyrir félagið. Stjórn Knattspyrnudeildar þakkar Orra Hrafni fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í nýjum áskorunum.

Tilkynning KR
Orri Hrafn Kjartansson í KR!

Orri Hrafn Kjartansson (2002) hefur skrifað undir samning við KR út tímabilið 2028! Orri Hrafn hefur spilað 134 meistaraflokksleiki fyrir Fylki og Val og skorað í þeim 12 mörk. Þá hefur hann spilað 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 3 mörk!

Við hlökkum mikið til að sjá Orra Hrafn á vellinum og bjóðum hann velkominn í KR!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga