Orri Hrafn Kjartansson hefur verið seldur frá Val til KR, en þetta var staðfest í dag.
Orri lék með Val í Sambandsdeildinni gegn Kauno Zalgiris í gær en reyndist það hans síðasti leikur fyrir Hlíðarendafélagið.
Nú heldur Orri til KR, sem er í harðri fallbaráttu.
Tilkynning Vals
Orri Hrafn Kjartansson leikmaður Vals hefur verið seldur til Knattspyrnufélags Reykjavíkur frá og með deginum í dag. Orri Hrafn lék því sinn síðasta leik fyrir Val gegn Kauno Zalgiris að Hlíðarenda í gærkvöldi.
Orri gekk til liðs við Val frá uppeldisfélagi sínu Fylki fyrir tímabilið 2022 og lék um 90 leiki í öllum keppnum fyrir félagið. Stjórn Knattspyrnudeildar þakkar Orra Hrafni fyrir sitt framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í nýjum áskorunum.
Tilkynning KR
Orri Hrafn Kjartansson í KR!
Orri Hrafn Kjartansson (2002) hefur skrifað undir samning við KR út tímabilið 2028! Orri Hrafn hefur spilað 134 meistaraflokksleiki fyrir Fylki og Val og skorað í þeim 12 mörk. Þá hefur hann spilað 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 3 mörk!
Við hlökkum mikið til að sjá Orra Hrafn á vellinum og bjóðum hann velkominn í KR!