fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Kristján hættir hjá Val

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 1. ágúst 2025 10:33

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Guðmundsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Vals eftir dapurt gengi á leiktíðinni. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Kristján hefur stýrt liðinu ásamt Matthíasi Guðmundssyni og mun sá síðasti halda áfram.

Valur er í fimmta sæti Bestu deildarinnar með 15 stig eftir 11 umferðir.

Tilkynning Vals
Kristján Guðmundsson sem stýrt hefur kvennaliði Vals ásamt Matthíasi Guðmundssyni frá því í haust er hættur sem þjálfari liðsins. Kristján óskaði sjálfur eftir því við stjórn Vals að stíga til hliðar. Matthías og þjálfarateymið munu stýra liðinu.

Leikmannahópi Vals var tilkynnt þetta á æfingu nú í morgun.

„Það er frábært fólk í Val og hér er gott að vera en árangurinn hefur ekki verið eins og ég hefði viljað og á því er ég fyrst og fremst að axla ábyrgð með þessari ákvörðun. Ég óska öllum í Val hins besta og þakka fyrir mig,“ segir Kristján Guðmundsson.

Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar segir það alls ekki neina óskastöðu að breyta til í þjálfarateyminu á miðju tímabili en tekur undir að árangurinn sé undir pari.

„Það býr klárlega meira í Valsliðinu eins og við höfum sýnt með úrslitum í einhverjum leikjum í sumar. Það hefur hinsvegar líka vantað upp á frammistöður eins og staðan í töflunni sýnir. Framundan eru hörku leikir hjá okkur m.a. gegn Breiðablik í næsta leik og svo er það evrópukeppnin. Við treystum Matta og teyminu til þess að stýra liðinu áfram,“ segir Björn Steinar.

Björn þakkari Kristjáni fyrir sitt framlag til Vals og segir stjórn knattspyrnudeildar Vals virða ákvörðun Kristjáns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“

Messi heimsótti heimavöll Barcelona í skjóli nætur – „Í gærkvöldi sneri ég aftur á stað sem ég sakna af öllu hjarta“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“

Verður fyrsta verkefni Hermanns að hreinsa út á Hlíðarenda? – „Það er eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Í gær

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee

Vilja bjóða United leikmann í skiptum til að fá Zirkzee