Manchester City hefur staðfest það að Txiki Begiristain sé farinn frá félaginu eftir 13 ár í starfi.
Begiristain hefur starfað sem yfirmaður knattspyrnumála City en hann samþykkti að láta af störfum síðasta vetur.
Hugo Viana er maðurinn sem tekur við keflinu en City hefur nú loksins staðfest komu hans til félagsins.
Begiristain gerði afskaplega góða hluti á tíma sínum hjá City og sá félagið vinna 21 titil á sínum tíma þar.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Pep Guardiola, stjóri City, muni ná saman með Viana sem er fyrrum landsliðsmaður Portúgals.