Julian Nagelsmann hefur viðurkennt það að hann hafi mögulega tekið við keflinu hjá Bayern Munchen of snemma.
Nagelsmann er dýrasti stjóri í sögu Þýskalands en Bayern borgaði 25 milljónir evra til að fá hann frá RB Leipzig árið 2021.
Hann náði ekki að standast allar væntingar hjá félaginu og var rekinn en stuttu seinna tók hann við þýska landsliðinu.
Nagelsmann var aðeins 33 ára gamall er hann tók við Bayern og hefði mögulega átt að taka þetta risaskref seinna á ferlinum.
,,Ef ég horfi til baka þá já, ég fór aðeins of snemma. Það eru líka til leikmenn sem taka skrefið of snemma,“ sagði Nagelsmann.
,,Ég tel þó ekki að það hafi verið mistök að fara til Bayern, mér leið vel og hefði getað náð mun meiri árangri með félaginu.“