fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar aftur brotlegur – Sat inni í Noregi fyrir að bana bróður sínum

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 18:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson (t.v.) var dæmdur árið 2021 í fimm ára fangelsi í Noregi fyrir að verða hálfbróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni (t.h.) að bana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot og fyrir hylmingu með því að hafa stolið fjórhjól í vörslu sinni. Gunnar á nokkurn sakaferil að baki en hann var dæmdur í Noregi fyrir að verða hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni að bana og var á reynslulausn þegar málið hér á landi komu upp.

Mál Gunnars í Noregi vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum en árið 2019 mætti hann á heimili Gísla í bænum Mehamn með skotvopn og beið Gísli í kjölfarið bana. Var Gunnar bróður sínum reiður þar sem hann hafði tekið upp samband við barnsmóður hans og hafði haft í hótunum við hann. Gunnar var árið eftir dæmdur í 13 ára fangelsi.

Hann hélt því fram að um slys hefði verið að ræða og að skot hafi óvart hlaupið úr byssunni. Áður en málið kom upp átti Gunnar að baki töluverðan sakaferil hér á landi. Hafði hann meðal annars hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot.

Gunnar Jóhann játar að hafa orðið bróður sínum að bana en segir það hafa verið slys

Gunnar áfrýjaði dómnum og í mars 2021 var hann mildaður niður í fimm ár.  Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Noregs af embætti saksóknara og á meðan það var til skoðunar hvort rétturinn tæki málið til meðferðar var Gunnar látinn laus úr haldi, eftir tveggja ára fangelsisvist. Hæstiréttur hafnaði því hins vegar í maí 2021 að taka málið til meðferðar og fór þá Gunnar aftur í fangelsi.

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Brot á reynslulausn

Gunnar fékk síðan reynslulausn í Noregi í mars 2023 en hún átti að gilda jafn lengi og eftirstöðvar fimm ára dómsins, í 605 daga, samkvæmt dómi Héraðsdómi Reykjaness.

Brotin sem hann var ákærður fyrir í þetta sinn framdi hann hér á landi í apríl 2024, á meðan hann var enn á reynslulausninni frá Noregi. Hann var upphaflega ákærður fyrir hylmingu með því að hafa í vörslu sinni 2000 lítra af stolinni dísilolíu að verðmæti um 3 milljónir króna. Fallið var þó frá þeim lið ákærunnar.

Sömuleiðis var Gunnar ákærður fyrir hylmingu með því að hafa stolið fjórhjól í vörslu sinni og fíkniefnalagabrot með því að hafa í sinni vörslu 1,82 gramm af amfetamíni, 0,73 grömm af kókaíni og 0,29 grömm af tóbaksblönduðum kannabisefnum.

Gunnar játaði þessi brot sín og var því sakfelldur.

Afplána rest

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að samkvæmt framlögðu sakavottorði Gunnars hafi hann hlotið átta fangelsisdóma frá því hann varð lögráða, þar af tvo í Noregi, fyrir ýmis brot gegn almennum hegningarlögum og umferðarlögum. Síðasti dómur sem hann hafi hlotið hafi verið áðurnefndur fimm ára dómur, fyrir að verða bróður sínum að bana. Honum hafi verið veitt reynslulausn frá 15. mars 2023, með 605 daga reynslutíma, á 605 daga eftirstöðvum þeirrar fangelsisrefsingar. Fram kemur að þegar þetta mál hafi komið upp í apríl 2024 hafi Gunnari verið gert með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness að afplána eftirstöðvar fangelsisrefsingarinnar í Noregi.

Hvort Gunnar hafi nú lokið þeirri afplánun er ekki tekið fram en svo virðist vera þar sem hann mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness þegar málið gegn honum, vegna brotanna tveggja í apríl 2024, var tekið fyrir í síðasta mánuði.

Fyrir þau brot var hann dæmdur, í ljósi aldurs síns og sakaferils, í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Í gær

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket