fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Trump kallar eftir að Beyonce verði ákærð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 28. júlí 2025 10:00

Donald Trump og Beyonce

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fann tíma aflögu í heimsókn sinni til Skotlands, sem nú stendur yfir. til þess að hrauna yfir stórstjörnuna Beyoncé Knowles í færslu á samfélagsmiðlum og krefjast þess að hún verði ákærð. Nóg var að gera hjá Trump þessa helgina en auk þess að auglýsa og spila hring á golfvelli í hans eigu í Skotlandi náði hann að funda með Ursulu von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og ganga frá samkomulagi um tolla milli stórveldanna.

En að stóru málunum. Trump hefur lengi verið með tónlistarkonuna Beyoncé í sigtinu, ásamt fleiri stjörnum, vegna meintra greiðslna sem stjarnan á að hafa þegið fyrir að koma fram og styðja við Kamölu Harris í kosningabaráttunni um embætti forseta Bandaríkjanna í fyrra. Beyoncé steig fram á fjölmennum kosningafundi Harris í Texas þann 25. október 2024 og lýsti yfir stuðningi við hana og þá gaf hún leyfi fyrir því að lag hennar, Freedom, yrði opinbert lag kosningabaráttunnar.

Fullyrðir Trump að Beyoncé hafi fengið 11 milljón dala greiðslu fyrir að gera stuðning sinn við fulltrúa demókrata opinberan. CNN fjallar um ásakanir forsetans og bendir á að aldrei hafi komið fram nokkrar sannanir þess efnis að slík greiðsla hafi verið innt af hendi af Harris og framboði hennar.

Þegar kafað var í fjármál framboðs Harris fannst ein greiðsla til framleiðslufyrirtækis Beyoncé upp á 165 þúsund bandaríkja dollara. Sú greiðsla á að hafi verið til þess að standa straum af kostnaði við atriði Beyoncé á fundinum.

Hvorki Hvíta húsið né Trump hafa brugðist við fyrirspurnum fjölmiðla um þetta nýjasta moldviðri Bandaríkjaforseta. Hann hefur þó áður imprað á málinu og þá var svar hans eftirfarandi. „Einhver sýndi mér svolítið. Þau gáfu henni 11 milljónir dala.“

Stjórnmálaspekingar vestra klóra sér talsvert í kollinum út af upphlaupi forsetann. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að greiðslur fyrir að opinbera stuðning sinn séu í hæsta máti vandræðilegar fyrir frambjóðendur þá eru engin lög sem banna slíkt í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“