fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Fjölnir spenntur fyrir því að sjá Skjöld Íslands í Druslugöngunni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. júlí 2025 14:02

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin árlega Drusluganga er í þann mund að hefjast í miðborg Reykjavíkur. Formaður Landsambands lögreglumanna spyr á Facebook hvort það megi ekki vænta þess að hin umdeildu samtök Skjöldur Íslands muni láta sjá sig.

Í Druslugöngunni verður gengið frá Hallgrímskirkju niður að Austurvelli núna klukkan tvö í dag. Eins og áður er gangan til stuðnings þolendum kynferðisofbeldis og til að mótmæla því almennt. Gangan í ár er tileinkuð minningu Ólöfu Töru Harðardóttur, baráttukonu gegn kynferðisofbeldi, sem lést í janúar á þessu ári.

Skjöldur Íslands eru eins og áður hefur komið fram samtök fólks, meðal annars karlmanna sem hlotið hafa dóma fyrir ofbeldi, sem tók upp á því nýlega að ganga um miðborg Reykjavíkur í sérmerktum jökkum með táknum sem haldið hefur verið fram að séu í fasískum anda. Er yfirlýstur samtakanna meðal annars að verja konur gegn ofbeldi, ekki síst af hálfu útlendinga. Lögreglan hefur lýst því yfir að ekki sé þörf á aðstoð samtakanna og raunar muni hugsanleg afskipti þeirra gera illt vera. Hefur ríkislögreglustjóri sagt að ekki verði liðið að fólk taki lögin í eigin hendur.

Verndarar?

Fjölnir Sæmundsson formaður Landsambands lögreglumanna spyr á Facebook hvort að liðsmenn Skjaldar Íslands muni í ljósi yfirlýsts tilgangs samtakanna ekki taka þátt í göngunni:

„Vinkona mín í lögreglunni spurði mig hvort ég héldi að það væri ekki öruggt að Skjaldar hópurinn sem gefur sig út fyrir að vera verndari íslenskra kvenna og leigubílstjóra mæti ekki örugglega í Druslugönguna á eftir? Ég held að það hljóti bara að vera.“

Gera verður ráð fyrir því að þessi orð séu sett fram í kaldhæðni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lést í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Græna gímaldið verður klárað og fær að standa áfram

Græna gímaldið verður klárað og fær að standa áfram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins