fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Hátt verð fyrir hótelgistingu á Suðausturlandi vekur reiði – „Þetta er orðin ógeðsleg menning“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. júlí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur vekur athygli, í færslu í Facebook-hópnum Vertu á verði-Eftirlit með verðlagi, á verði fyrir gistingu á hóteli á Suðausturlandi. Fram kemur á skjáskoti sem maðurinn birtir af bókunarsíðu að gisting í tveggja manna herbergi í tvær nætur kosti 205.567 krónur. Vekur verðið nokkra reiði meðal þeirra sem rita athugasemdir við færslu mannsins.

Maðurinn segist hafa kannað verð fyrir gistingu nú í komandi ágústmánuði. Ekki kemur fram í færslunni hvaða dagsetningar í ágúst hann kannaði en líklega er það fyrri hluta mánaðarins þar sem kemur fram að aðeins sé 1 herbergi laust.

Um er að ræða fjögurra stjörnu hótel og umrædd herbergi kallast Deluxe. Samkvæmt heimasíðu hótelsins er morgunverður innifalinn og inn á herbergjunum eru baðhergi, sjónvörp og innifalin eru einnig aðgangskort í sundlaug og líkamsræktarstöð í 200 metra fjarlægð frá hótelinu, nettenging, tesett, Nespresso kaffi, baðvörur og hárblásari.

Ógeðsleg menning

Verðið vekur nokkra reiði í athugasemdum:

„Meira ruglið!!!“

„Þetta er orðin ógeðsleg menning! Getur ekki sagt mér að þau séu að borga svooo há laun til þess að réttlæta þetta verð og það sé svo rosalega erfitt að reka þennan stað. Vonandi hætta ferðamenn að koma hingað svo að þeir læri á þessu!“

„Þetta er ekki gott fyrir landið okkar þetta er orðið viðbjóður.“

Í einni athugasemd er hins vegar bent á að málið sé mögulega ekki svona einfalt:

„Þetta er væntanlega af Booking sölusíðunni. Kerfið hjá þeim er þannig að ef þeir hafa ekki fleiri herbergi til umboðssölu á viðkomandi hóteli þá er þetta gert, að bjóða uppá herbergi á óheyrilega háu verði sem enginn myndi tæplega taka á leigu.“

Segir viðkomand síðan að ef farið sé inn á heimasíðu hótelsins sjáist að almennt sé verðið á tveggja manna herbergi um 55.000 krónur fyrir nóttina.

DV gerði lauslega könnun á verði fyrir gistingu fyrir tvo fullorðna á umræddu hóteli í tveggja manna deluxe herbergjum í tvær nætur. Verðið daganna 21.-23. ágúst næstkomandi var kannað. Lægsta verðið á bókunarsíðunni Booking.com var 139.610 krónur. Á heimasíðu hótelsins sjálfs eru gefin upp tvö verð á gistingu í þessum herbergjum á umræddu tímabili. Annars vegar 181.932 krónur en hins vegar 163.738 krónur en við síðarnefnda verðið er tekið fram að ekki sé hægt að fá endurgreitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum
Fréttir
Í gær

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“
Fréttir
Í gær

Frakkar hyggjast viðurkenna Palestínu sem ríki – Ísraelar og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðunina

Frakkar hyggjast viðurkenna Palestínu sem ríki – Ísraelar og Bandaríkjamenn fordæma ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynja Dan birtir myndir af meintum þjófum – „Þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir“

Brynja Dan birtir myndir af meintum þjófum – „Þeir einu sem geta kært mig fyrir þetta eru þeir sjálfir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“

Mótmælendur ósammála um árásina á Eyþór – „Gjörningur“ – „Mjög eigingjörn aðgerð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð Borgarlínunnar

Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð Borgarlínunnar