fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Fókus
Laugardaginn 26. júlí 2025 15:00

Kristbjörg með sinn fyrsta. Mynd: Skjáskot YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmti þáttur af Veiðin með Gunnari Bender er nú aðgengilegur hér fyrir neðan. Í þættinum kíkir Gunnar á hálendið í opnunarhelgi Veiðivatna og hittir þar fyrir hjónin Eirík Einarsson og Kristbjörgu Sigurfinnsdóttur.

„Þetta er eins og jólin“, segir Kristbjörg. „Það er töluverð spenna“, segir Eiríkur sem segist hafa byrjað undirbúning og keypt eitthvað sem vantaði ekki. Hjónin eru svo sannarlega á heimaslóðum við Veiðivötn, en þangað komu þau fyrst árið 1978.

Eiríkur hefur hnýtt eigin flugur í mörg ár. „Ég hnýtti þetta í morgun.“ Hann er ekki lengi að veiða fyrstu bleikjuna og segir hana verða eldaða daginn eftir. Eiríkur segir vötnin gjöful og fallega fiska þar að veiða. „Þetta eru rosalega góðir fiskar hérna“, segir Kristbjörg.

Hjónin að veiðum. Mynd: Skjáskot YouTube.

Þættirnir eru unnir í samstarfi við Veiðar.is sem er nýr frétta- og upplýsingavefur um sport- og laxveiðar í íslenskri náttúru. Á vefnum eru nýjustu fréttir úr veiðinni og því sem þar gerist á hverjum tíma, auk viðtala og frásagna af veiðiferðum, reynslu og upplifun einstaklinga og hópa í veiðimennsku.

Gunnar Bender ritstjóri er annálaður áhugamaður um stangveiðar í ám og vötnum sem og auðvitað hafi, og er með áratuga reynslu af sportveiði og veiðimennsku. Gunnar hefur ferðast um landið árið um kring og hitt sportveiðifólk og aðra áhugasama um veiðar og útivist.

Sjá einnig: Svartsýnn barnungur dorgari: „Ég held að það sé ekkert mikill fiskur hérna“

Eiríkur með bleikju. Mynd: Skjáskot YouTube.

Í þessum ferðum sínum dreifir Gunnar m.a. Sportveiðiblaðinu, einu mest lesna og virtasta tímariti um laxveiðar á Íslandi en Gunnar stofnaði til útgáfunnar fyrir 40 árum og hefur verið þar ritstjóri og útgefandi síðan.

Veiðiþætti Gunnars þekkja margir en hann hefur framleitt slíka þætti um veiðar í villtri náttúru Íslands og frá helstu laxveiðiám landsins. Nokkrir af veiðiþáttum Gunnars eru aðgengilegir á veidar.is og á YouTube rásinni Veiðar.

Hér má horfa á fimmta þáttinn af Veiðinni með Gunnari Bender:

Veiðin Veiðivötn
play-sharp-fill

Veiðin Veiðivötn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk
Hide picture