fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Fókus
Föstudaginn 25. júlí 2025 21:30

Gwyneth Paltrow og Brad Pitt þegar þau voru saman. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir slúðurmiðlar eru fullir af fréttum um Gwyneth Paltrow en um þessar mundir er að koma út ævisaga hennar þar sem ýmislegt er látið flakka. Þar er meðal annars fjallað um samband hennar og stórstjörnunnar Brad Pitt en þau áttu í ástarsambandi á árunum 1995 – 1997.

Forsaga málsins er sú að árið 1994 stóð Paltrow til boða að leika í tveimur kvikmyndum, í annarri var Keanu Reeves aðalstjarnan en Brad Pitt í hinni. Paltrow var tvístígandi og leitaði til vinkonu sinnar sem spurði einfaldlega með hvorum hún gæti hugsað sér að fara á stefnumót með. Gwyneth valdi Brad og samþykkti í kjölfarið hlutverk í stórmyndinni Se7ven.

Pitt, sem þá var orðin heimsfræg kvikmyndastjarna, var vanur að enda í ástarsamböndum með mótleikkonum sínum. Gwyneth og hann smullu enda strax saman og voru slúðurmiðlar fullir af fréttum af daðri þeirra á tökustað.

Sá sem var ánægðastur með þetta var faðir Gwyneth, Bruce Paltrow, sem mætti á tökustað og ærðist af fögnuði yfir nýja kærastanum. „Getið þið ímyndað ykkur? Þetta er helvítis Brad Pitt,“ á hann að hafa hrópað að kunningjum sínum á tökustað.

Ástin blómstraði eftir tökur myndarinnar en fljótlega fór að koma í ljós að Brad og Gwyneth áttu fátt sameiginlegt.

Gwyneth hafði alist upp í frægð og forréttindum þar sem áherslan var á menntun og ákveðna fágun. Hún lék í grískum harmleikjum sem barn og þekkti vel blæbrigði mismunandi tegunda af kavíar.  Brad ólst hins vegar upp í fábrotnu verkamannaheimili og hafði var um tíma í vinnu sem „kjúklingur“ fyrir El Pollo Loco-keðjuna.

En þrátt fyrir ákveðna bresti í sambandinu gekk það talsvert áfram og að endingu bað Brad leikkonuna um að giftast sér. Hún sagði já en innan við ári síðar var sambandinu lokið.

Í áðurnefndri bók kemur fram að Gwynethhafi alltaf talað vel um Brad opinberlega og sagt í raun að hún hafi klúðrað sambandi þeirra. Hún hafi í raun verið of ung og ekki alveg tilbúin til að festa ráð sitt.

Í bókinni kemur hins vegar fram kannski raunverulega ástæða sú að leikkonan gafst upp á hinum myndarlega stórleikara. „Hann er nautheimskur,“ á Gwyneth að hafa sagt í vitna viðurvist í kvöldverðaboði hjá Aerin Lauder, erfingja Estée Lauder, nokkrum árum eftir að sambandinu lauk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““