Eddie Howe hefur tjáð sig um sóknarmanninn Alexander Isak sem var ekki valinn í leikmannahóp liðsins gegn Celtic í dag.
Isak er orðaður við brottför frá Newcastle þessa dagana en hann hefur verið sendur heim úr æfingaferð liðsins.
Howe segir að það tengist ekki því að leikmaðurinn sé á förum en getur ekki fullyrt það að hann verði leikmaður liðsins næsta vetur.
,,Það er erfitt fyrir mig að staðfesta eitthvað 100 prósent þegar kemur að leikmanni,“ sagði Howe um Isak.
,,Alex er ánægður hjá Newcastle, hann elskar liðið, stuðningsmennina og leikmennina. Ég er viss um að hann verði hér á næsta tímabili.“