Brotist var inn í kaffihúsið Kaffi Laugalækur á aðfaranótt föstudags. Afgreiðslukassinn fannst síðan í pörtum við götuna Laugalæk.
Eigandi staðarins, Kristín Björg Viggósdóttir, greinir frá þessum í íbúahópi Laugarneshverfis. Hún segir í samtali við DV að ekki hafi horfið mikil verðmæti við innbrotið og ekki hafi þurft að loka staðnum vegna þess.
Málið er í rannsókn lögreglu en Kristín segist ekki bjartsýn á að málið leysist í ljósi reynslunnar, en brotist hefur verið inn á staðinn á nær hverju sumri undanfarin og hafa þau innbrot ekki verið upplýst.
Þau sem gætu haft upplýsingar um málið eru beðin um að senda Kristínu skilaboð í gegnum Facebook-síðu hennar.