Mark Flekken viðurkennir að hann hafi skrifað undir samning við Bayer Leverkusen vegna þáverandi stjóra liðsins, Xabi Alonso.
Flekken náði munnlegu samkomulagi við Alonso um að koma til Leverkusen áður en sá spænski færði sig yfir til Real Madrid.
Flekken kemur til Leverkusen frá Brentford en mun nú vinna með Erik ten Hag í staðinn sem er fyrrum stjóri Manchester United.
,,Ég var nú þegar búinn að ná munnlegu samkomulagi við Xabi Alonso áður en hann ákvað að fara,“ sagði Flekken.
,,Ég spilaði fyrst gegn Erik þegar hann var þjálfari hjá varaliði Bayern Munchen og ég var í varaliði Greuther Furth.“
,,Við höfum þekkt hvor annan úr fjarlægð en höfum ekki rætt saman maður á mann. Við höfum þó mætt hvor öðrum nokkrum sinnum á velli.“