Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg er gosmóða frá eldgosinu við það að ná til höfuðborgarsvæðisins. Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast meðal annars í súlfat og brennisteinssýru. Þessi mengun greinist ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði en mælingar á fínu svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar. Gildi fínasta svifryksins eru farin að hækka á mælistöðvum í Kópavogi og má gera ráð fyrir að gosmóðan sé á leið yfir borgina.
Í tilkynningu segir:
„Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum, og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu. Þeir sem eru síður viðkvæmir geta einnig fundið fyrir einkennum. Ekki er mælt með því að láta ung börn sofa úti í vagni við þessar aðstæður.
Almennar ráðleggingar varðandi gasmengun eru eftirfarandi: